22 March 2013

matur á föstudegi: carpaccio og möndlukaka

Gunnar Sverrisson / Home and Delicious

Hugmyndir í helgarmatinn – 
snúast ekki föstudagar mikið til um það?

Hér er snöggsteikt „carpaccio" og möndlukaka. Hvort um sig sérlega gott. 
Nautakjötið er frábær réttur, léttur og góður matur. Möndlukaka með bleiku kremi er falleg á diski.  
Verði ykkur að góðu.

–Sjáið uppskriftirnar með því að ýta á lesa nánar hnappinn–Snöggsteikt „carpaccio”

250 g nautalund
ólífuolía
 einn poki klettasalat
2 msk ólífuolía
2 msk ferskur sítrónusafi
 safi úr ferskri sítrónu
 2 msk ólífuolía
1 msk balsamikedik
 parmesanostur

Snöggsteikið lundina í örlítilli olíu í um eina mínútu á hverri hlið. Saltið og piprið. Takið af pönnunni og látið standa í 15-20 mínútur. Vefjið í plastfilmu og stingið í frysti í 1-2 klukkustundir. Að því loknu er þægilegt að skera kjötið í þunnar sneiðar. Leggið sneiðarnar á plastfilmu, setjið aðra filmu yfir og rúllið yfir sneiðarnar með kökukefli eða flösku. Farið varlega svo sneiðarnar skemmist ekki. Leggið á disk. Blandið olíu og sítrónusafa saman við salatið og leggið það á miðjan diskinn, ofan á kjötsneiðarnar. Dreypið ferskum sítrónusafa yfir. Rífið parmesanost yfir diskinn. Hrærið saman olíu og balsamikedik, berið fram með matnum. Margir verslanir selja úrvals kjöt. Kjöthöllin í Skipholti 70 er ein þeirra.

Möndlukaka

75 g smjör
1 dl sykur
2 egg
2 ½ dl hveiti
2 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 tsk möndludropar
1 dl mjólk
3 dl flórsykur
1 msk heitt vatn
1 msk Ribena sólberjasafi, má sleppa og nota rauðan matarlit

Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjum saman við og hrærið vel. Hellið þurrefnum saman við ásamt dropum og mjólk. Þeytið vel saman. Setjið í hringform sem auðveldlega má ná kökunni úr. Bakið í um 20 mínútur. Ekki baka kökuna of lengi svo hún verði ekki þurr. Blandið djúsnum saman við vatnið. Hrærið flórsykur og djúsblöndu saman þar til kekkjalaust. Hellið yfir kökuna. Berið fram.

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...