11 March 2013

mánudagsmix – að temja hugann!


Mánudagur að nýju. Var ekki alveg með það á hreinu hvað ég ætlaði að setja hérna inn sem fyrstu færslu vikunnar. Velti fyrir mér hvaðan maður fengi innblástur í það sem maður er að gera og hvernig hann einhvern veginn þróaðist í hugmynd. Fór þá á Pinterest og ætlaði að setja inn myndir af ólíkum innblástursborðum, moodboards, því þau eru virkilega skemmtilegt fyrirbæri. Þá lenti ég í þessu: 

Ég fann mynd af flottri töflu með myndum héðan og þaðan. 

Ég skrollaði áfram niður Pinterest-borðið mitt, ekkert sem stöðvaði mig lengi lengi 
fyrr en ég fór að hlægja að þessum hauskúpukertum. Skemmtileg hæðni. 


Þar rétt hjá var mynd af croissant, sem eru meðhöndluð eins og french toast og bökuð í ofni. 
Það minnti mig á frábærar uppskriftir sem ég á af slíku og mig langar til að gera, 
mynda og skella hérna inn.


Í framhaldinu sá ég stelpu í bleikum fötum og mundi þá eftir að ég ætla að búa til póst 
um bleikt í tískunni enda vorið á næsta leiti.


Þá rakst ég á fallega mynd af baunum og velti fyrir mér að Gunni fór í búð í gær og þar var gjörsamlega ekkert til. Með vorinu fara grænmetisbásarnir annars staðar en á Íslandi 
að fyllast af góðgæti. Hann fékk ekki steinselju!


Önnur hauskúpa varð á vegi mínum, kúl. Dimmt og drungalegt en jafn fyndið og áðan.


Kettir í glugga pompuðu inn og þá hugsaði ég til dætra minna sem ræða mikið um gæludýr og sú yngri vill eiga lítinn hund í bandi og kött í búri.


Svo komu mér fyrir sjónir vísdómsorð sem flæða um Pinterest (ef maður fylgdi þeim öllum væri allt miklu betra-er það ekki?) Mér finnst þessi hins vegar segja mjög margt og sérstaklega fyrir þá 
sem vaða í verkefnin. 

Eftir þessar fá mínútur mínar í gegnum Pinterest en ótal hugsanir um allt og ekkert, fór ég að velta fyrir mér samhenginu í þessu. Er það eitthvert? Neibbbbb. 
Held að vikan fari í það að temja hugann örlítið! Myndir af Pinterest


1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...