04 March 2013

Mánudagsmix – 200.000


Mánudagur! Við erum ánægð í dag því í gær var heimsókn númer 200 þúsund inn á íslensku síðuna okkar hjá Home and Delicious. Okkur finnst það alveg frábært, það eru ekki nema tæpir 
tíu mánuðir síðan við byrjuðum að vinna með Home and Delicious hugmyndina. Við segjum 
á þá íslensku, því við erum með sérsíðu á ensku fyrir fólk úti í heimi, hún gengur líka skemmtilega 
vel og er með álíka heimsóknafjölda á degi hverjum.


Ef maður ætlar að fara alla leið með það sem mann langar að gera þá er það mikil vinna og 
ekkert annað. Við leggjum okkur verulega fram við að gera Home and Delicious að 
miðli með vönduðu og unnu efni sem lesendur okkar hafa gaman af.


Við segjum alltaf að við förum þetta á rómantíkinni – að útgáfa sé hugsjón og rómantík ... 
en samt ekki alveg svona rómantík eins og á myndinni (gat ekki fundið neina aðra mynd 
sem lýsti þessu betur!)


Það sem við viljum gera með Home and Delicious er að ná til lesenda sem vilja skapa sér persónulegt umhverfi, láta sér líða vel heima hjá sér, vilja kynnast áhugaverðu fólki, forvitnast um hvað það gerir, hvernig það setur saman sitt nærumhverfi og elskar að sjálfsögðu að borða góðan mat.


Við höldum áfram að byggja upp og auka útbreiðsluna...


Hefjum okkur til flugs í næsta kafla og náum hærra með hjálp ykkar.
Dyggu lesendur Home and Delicious. Takk.2 comments:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...