14 March 2013

hönnunarmars: reykjavík trading co.


Mig langar að segja ykkur frá litlu fyrirtæki þriggja hönnuða sem heitir Reykjavík Trading Co. því þannig er nefnilega mál með vexti að Lísa, einn eigenda og hugmyndasmiða, er þýðandinn okkar hjá Home and Delicious! Lísa er innanhússarkitek og menntuð á Nýja-Sjálandi en hún er hálfur Nýsjálendingur. Hún ásamt vinum sínum, Ýr Káradóttur og sambýlismanni hennar Anthony Bacigalupo, stofnuðu R.T.Co. með það að markmiði að hanna vörur fyrir heimilið á umhverfisænan og að miklu leyti handunnin máta. Þau sýna í Epal á HönnunarMars, það má lesa meira um þau í nýjasta tölublaði H&D sem og á Facebook-síðunni þeirra. 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...