19 March 2013

hönnun: reykjavík letterpress


Einn af þeim fjölmörgu og frábæru viðburðum sem ég sótti á HönnunarMars var opið hús hjá þeim sómakonum Ólöfu Birnu Garðarsdóttur og Hildi Sigurðardóttur í Reykjavík Letterpress. Í tilefni af HönnunarMars bjuggu þær til minnisbækur úr afgangspappír sem dreift var á Marsinum. Ólöf Birna og Hildur reka hönnunarstofu þar sem boðið er upp á alhlliða grafíska hönnun ásamt Letterpress prentun sem er „aldargömul prentaðferð með nútíma tvisti“ eins og þær orða það sjálfar. Þær hafa m.a. hlotið silfurverðlaun Art Director‘s Club of Europe og langar mig að sýna ykkur brot af fíneríinu sem þær hafa skapað. 

–Elín Hrund


1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...