05 March 2013

hönnun: ný lína frá DýrindiMig langar til að segja ykkur að þessu sinni frá nýrri línu Dýrinda sem líta mun dagsins ljós í Kraumi, Aðalstræti á HönnunarMars, 15.-17. mars. Línan heitir Lafðin og Umrenningurinn og samanstendur af töskum, buddum og púðum. Vörurnar eru allar úr endurunnum efnum; ull og flaueli, framleiddar hér á landi. Vegna þess að þetta eru endurunnin efni þá verður hver týpa/litasamsetning af bæði púðunum og töskunum yfirleitt aðeins til í nokkrum eintökum og verður einstakari fyrir vikið. Línan „Lafðin og umrenningurinn“ vísar til samruna stétta, menningarheima og jafnvel tíma og rúms með því að endurnýta efni svo úr verði ný hönnun sem byggir á gamalli hefð. Það er hægt að skoða vörunar frekar á nýrri síðu Dýrinda sem fer í loftið fyrir HönnunarMars og á facebook. Njótið vel! Myndirnar eru teknar af Nínu Björk Hlöðversdóttur. 

–Elín Hrund

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...