12 March 2013

hönnun: milla snorrason


Nú líður að því að HönnunarMars hefjist og það er svo margt spennandi á dagskrá að ég get ekki beðið. Einn af þeim fjölmörgu hönnuðum sem ætla að sýna verk sín er Hilda Gunnarsdóttir fatahönnuður sem kynnir fyrstu línuna undir merkinu MillaSnorrason. Línan nefnist Reykjavík og inniheldur, að sögn hönnuðarins, tvenns konar mynstur. Annað er samsett úr byggingum Guðjóns Samúelssonar og umhverfi hafnarinnar í Reykjavík en hitt er unnið út frá skipunum í höfninni í Reykjavík og sjónum ásamt Viðey og Esjunni. Hilda verður að kynna línuna  sína í Kíosk og í Kraum á HönnunarMars. Hér eru nokkrar myndir af hennar fögru línu. Myndirnar eru af heimasíðu Millu Snorrason

–Elín Hrund


1 comment:

  1. This morning i had your newsletter in my email.... oohhhhh i like, like, like everything about home&delicious!!!! Wonderful - so exactly my style!!! Greetings from switzerland

    ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...