21 March 2013

hönnun: fabriken furillen


FabrikenFurillen hlýtur að vera eitt sérkennilegasta hótel sem til er, alla vegana þegar kemur að staðsetningu. Þetta „græna” og umhverfisvæna hótel, sem staðsett er í yfirgefinni steinnámu á Furillen, lítilli eyju úti fyrir ströndum Gotlands, aðalsumarleyfisstað Svía, er ekki eingöngu vinsæll viðkomustaður meðal ferðamanna heldur einnig sem umgjörð fyrir brúðkaup og myndatökur. Skoðið skemmtilegt myndband hér.

–Gerður Harðardóttir / koolandkreativ
Ljósmyndarinn Johan Hellström uppgvötaði staðinn fyrir tilviljun á tíunda áratugnum, keypti og hóf að breyta honum í hótel. Margt af upprunalegum hlutum hefur fengið að halda sér, eins og til dæmis massívar keðjur og krókar sem hanga úr lofti þar sem áður fyrr var mötuneyti starfsmanna. Undir aðalbyggingunni liggja svo 150 metra löng göng þar sem borðum hefur verið raðað eftir göngunum endilöngum og þar geta allt að 120 manns setið saman til borðs. Sami stíllinn er gegnumgangandi á Furillen þar sem upprunalegir hlutar bygginganna, hráefni eins og steypa, grjót og viður kallast á við gráa og hvíta litatóna sem einkenna allt umhverfið. Á gólfum og stólum liggja þykkar, gráar skinngærur og glervara hönnuð af Alvar Aalto og hágæða Bang og Olufsen sjónvörp, útvörp og hljómflutningstæki er að finna í flestum vistarverum. Gestir geta meðal annars valið á milli þess að gista í herbergjum þar sem sofnað er útfrá snarkandi arineldi eða herbergjum með fallegu útsýni til sjávar, litlum viðarkofum þar sem ekkert netsamband næst eða í straumlínulöguðu retróhjólhýsi sem parkerað er á staðnum og mér persónulega finnst einna mest spennandi. Myndir: Johan Hellström

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...