15 March 2013

föstudags...gamla innlitið


Hvað gerir maður þegar er aðeins of mikið að gera, kemst ekki alveg yfir allt en langar að setja inn eitthvað fallegt fyrir lesendur? Þá nær maður sér í fallegt uppáhalds innlit og póstar á síðuna, því maður vill að síðan hafi það að geyma. Þetta er eitt af því sem ég velti fyrir mér í vikunni þegar ég var að skoða innlit og hvað ég ætti að setja inn hjá mér. Ég komst að því að áhugaverð innlit standa alltaf fyrir sínu, þau eru eins og hluti af góðri bók sem gaman er að skoða aftur og aftur og það er gaman að birta þau þótt þau hafi birst á mörgum stöðum áður. Þannig eru interior-bækur líka byggðar upp í dag að mörgu leyti. Það eru ekki engilega peningar til að láta taka myndir í heila bók og því þarf að nota góðar myndir sem hafa birst áður. Og það er ekkert að því. Alltaf skal maður finna einhvern áhugaverðan punkt við myndirnar sem maður hafði ekki tekið eftir áður. Ég vona að þetta innlit geri það.
Góða helgi. 

 Myndir via Living Etc with thanks / photographer Birgitta Wolfgang Drejer, Sisters Agency1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...