21 March 2013

að vera þar – á litlum leynistað


Það er gluggaveður. Bjart að horfa út. En að vera úti er ekki eins gott. Hrikalegur kuldi. Þegar ég leit í spegil áðan og var að tjasla mér saman, hugsaði ég það heitast að ég væri á leiðinni á einhvern dásemdar hlýjan stað til að fá í mig il og smá ferskleika. Þá fann ég þennan ævintýrastað til að ferðast á í huganum. Að vera þar væri ekki slæmt! Myndin hér að ofan hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi og mér finnst alltaf svo gaman að finna heila heimsókn og sjá heildina þegar maður þekkir einstaka myndir. Þessi svíkur ekki enda um trópískan leynistað að ræða sem ég get ekki fundið út úr hvar er! Gerir heimsóknina þangað enn meira spennandi...

Myndir af vef Living etc / ljómyndari Jean-Marc Wullschieger

1 comment:

  1. þetta innlit er algjör dásemd, svona suðrænt og seiðandi :) og jú mikið verð ég alltaf ánægð þegar ég finn heimsókn sem fylgir fallegri mynd, eins og myndin öðlist sjáfstætt líf eða amk á myndin þá sína sögu.... eða þannig!! jæja er amk alveg sammála þér ;)
    takk fyrir skemmtilegt innlit
    kveðja Stína

    ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...