06 March 2013

10 herbergi – krossviður kemur við sögu


10

Herbergi sem eru innréttuð á einhvern hátt með krossviði. Krossviður er unnin viður sem búinn er til með því að líma saman lög af viðarspæni. Ég hef verið að velta honum fyrir mér undanfarið sem efni í smíðar heima við eftir að ljósmyndarinn minn stakk upp á því að við notuðum þykka krossviðsplötu úr birki í vinnuborð sem við bjuggum okkur til. Ég ætlaði að vera treg í fyrstu við hugmyndinni en hætti við og sé ekki eftir því. Er ótrúlega ánægð með þessa hugmynd hans og hún kemur vel út. Í kjölfarið er ég spennt fyrir að nota krossviðinn meira hérna heima því hann er á góðu verði, kemur fallega út, flott að smíða úr honum húsgögn og auðvelt að mála hann að vild. 

Hér eru því myndir af ótrúlega flottum herbergjum þar sem krossviður kemur við sögu. Hann er notaður í veggklæðningar, á gólf, í eldhúsinnréttingar, hillur, skápa og í öðruvísi rúm sem reyndar er frábær hugmynd fyrir marga að skoða sem vilja nota rýmið betur. Spáið í þetta! 

–Fleiri myndir með því að ýta á lesa nánar hnappinn–

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...