08 February 2013

vikan að baki – innblásturÍ öllu því flóði fallegra mynda sem maður vinnur með og skoðar þá eru alltaf einhverjar sem ná til mín á þann hátt að mér finnst þær geta nýst mér sjálfri. Þær dreg ég alltaf á skjáborðið hjá mér og safna saman. Mér datt í hug að sýna ykkur myndir sem lentu þar í þessari viku.


Sú efsta vegna þess að mér finnst uppröðun mynda og allt dótið á skenknum ótrúlega flott. Ég geri það sjálf hérna heima að hrúga dóti á skenkinn, sennilega af því að ég hef engar hillur, og satt að segja er ég ánægð með það. En þar með er ekki hægt að segja að mér finnist ég geta það á mörgum öðrum fleiri stöðum. Þá missir það smá marks. Maður þarf að prófa sig áfram.


Flott eldhús, einfalt en skemmtileg smáatriði; hvernig tvær mottur eru settar saman undir borðið og alls ekki hefðbundnar eldhúsmottur / ljósið fyrir ofan borðið / ljósið á veggnum / grár veggurinn = mjög blandað umhverfi sem gengur upp.


Ég er alltaf hrifin af óhefðbundnum uppstillingum á húsgögnum og mér finnst þetta ansi gott. Datt í hug þegar ég sá þetta að færa hjá mér minni sófann og setja einhverja kubba þar fyrir aftan. Svona virkar þetta...bara prófa sig áfram!


Þessa mynd er ég búin að eiga lengi í safni og ég tók hana enn einu sinni út þegar ég fann hana á Pinterest. Eitthvað svo skemmtilega hrátt og einfalt. Ég hef alltaf verið aðdáandi þess að hafa opnar hillur. 


Þessi er hreinlega rómantísk. Tjöld fyrir skápum er minn tebolli, opnar hillur líka, sem og máluð gólf en samt er allt svo tært og skemmtilegt. 

1, 4 / 3 / 2 / 5

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...