15 February 2013

tíska: heilsum helginni


Hatturinn hefur sést í auknum mæli í notkun hjá konum. Mér finnst það gaman. Það sést að minnsta kosti vel á þessum myndum hvað hann getur komið „gæjalega" út. Hann er líka hentugur en fyrst og fremst mjög áberandi fylgihlutur. Smá erfiður í miklu roki en skýlir samt vel. Kannski ekki alveg til að skella upp þegar maður hleypur inn í leikskólann ótilhafður. Þarf maður ekki að vera nokkuð vel „djúraður" til að þetta komi vel út? Skora á ykkur að reyna. Hafið það gott.

Myndir í gegnum Clare Vivier á Pinterest


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...