01 February 2013

tíska: gallajakkinn góði


Jæja! Fékk góða gjöf frá manninum mínum áðan og ekkert smá ánægð með hana. Loksins er kominn gallajakki í hús. Átti tvo slíka en glataði þeim báðum. Þeir sem þekkja mig þykir það frekar ólíkt mér að slíkt gerist ...en það gerðist og tengist flutningum milli landa. Að sjálfsögðu hefur mér sárlega fundist vanta gallajakka í fataflóruna og ímyndað mér hinar og þessar samsetningar þar sem gallajakki kemur við sögu. Og nú er málið leyst. 


Sú sem hefur sýnt ótrúlega takta í gallajakkasamsetningum er Jenna Lyons hjá J.Crew. Hún notar jakkann við ólík tilefni og klæðir hann upp og niður. Að neðan eru svo nokkrar flottar samsetningar í viðbót sem ég hef tekið saman.


Myndir: Pinterest og Google, út um allt / mynd 2 JCrew  og Madewell

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...