25 February 2013

staldrað við: plöntur


Í síðustu viku stöldruðu hugsanir mínar við það að nú ætti ég að láta verða af því að kaupa inn nokkrar plöntur á heimilið. Um helgina lét ég verða af því. Ég hef ætlað að gera þetta lengi, byrjaði reyndar á því fyrir fjórum árum og brasaði mikið í plöntu sem mér var gefin, kom henni til „manns" eftir nokkra vinnu og hélt síðan ekki áfram. Nú var ég tilbúin á nýjan leik, fór og tók mér töluverðan tíma í að velta þessu fyrir mér. Varð satt að segja fyrir smá vonbrigðum, var ekki alveg til sem mig langaði í en það sem ég keypti er fallegt og frekar smátt. En að setja grænar plöntur inn á vel valda staði gerir heilmikið og ég er sátt við afraksturinn. Nú er að vísu bara að sjá hvernig mér gengur að halda þeim fallegum og láta þær vaxa og dafna. Það er algjörlega annað mál!

1 / 2 / 3 / 4a4b-4c-5 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...