21 February 2013

...og úr verður heimili


Veljum okkur tómt rými. Horfum á það og ímyndum okkur hvernig við myndum innrétta það, út frá sérkennum þess og yfirbragði. Hvernig sæjum við það fyrir okkur? Hvað gengi upp til að mynda fallega heild. Og hvar finndum við húsgögn til að ná þessu yfirbragði – jafnvel í Ikea? Ég sá þetta ótrúlega rými á einni af minni uppáhaldssíðum, sem ég hef áður sagt ykkur frá. Valdi þar myndir sem mér fannst passa saman og gætu myndað fallegt heimili. Fór í Ikea og ákvað að finna ...„allt á einum stað" til að búa til eitthvað álíka. Sjáum hvað úr varð. 
„Steldu stílnum" er gjarnan sagt. Í Ikea má nálgast margt mjög líkt. 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...