04 February 2013

matur: eplakaka með hollum toppi


Gunnar Sverrisson / Home and Delicious

Mér finnst alveg fullt tilefni til þess í vikunni að skella í eina góða köku eins og þessa. Allir eiga það skilið. Hér er um að ræða gott hráefni, ávexti, hafra og miklu meira hollt og sykurmagni getur bakarinn algjörlega stjórnað sjálfur. 

Eplakaka með hollum toppi

Ávextir að eigin vali eru bakaðir í ofni, hér notuð epli. 
Ofan á fer þurrt og mulið deig með hnetum og fræjum. 

Ávextir:
epli, perur, ber
hrásykur
þurrkað engifer, kanill

Hitið ofn í 200 gráður. Skerið epli eða perur í báta. Stráið sykri yfir eftir smekk, engiferi og kanil ef þið viljið. Stingið í ofn í 20 mínútur og mýkið.

Deig:
2 dl spelt
1½ dl möndlur eða hnetur að eigin vali, maukað gróft í matvinnsluvél
1 dl haframjöl
1½ dl kókosmjöl eða -flögur, sólblóma-, sesam-, hör- eða birkifræ
½ tsk sjávarsalt
75 g smjör eða mjúk kókosolía

Hrærið allt hráefnið saman og úr verður mylsna. Kælið aðeins í ísskáp.
Setjið ávexti eða ber í form. Myljið deigið yfir. Bakið við 200 gráður í 15–20 mínútur. Berið fram heitt, ekki slæmt þegar kólnar. Gott með rjóma, sýrðum rjóma og grískri jógúrt. 


1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...