07 February 2013

hönnun: ný bók frá emmu fexeusHin sænska Emma Fexeus er án nokkurs efa einn þekktasti lífstílsbloggari Skandinavíu en bloggsíðu hennar, Emmas Designblogg, sem hún startaði árið 2005, skoða tugþúsundir manna á degi hverjum. Emma var í viðtali í fyrsta tölublaði Home and Delicious og lesendur okkar eiga eftir að heyra og sjá meira af Emmu á næstunni.
Um miðjan næsta mánuð kemur fyrsta bók Emmu út á vegum Gestalten útgáfunnar, en í bókinni, Northern Delights: Scandinavian Homes, Interiors and Design, leiðir hún okkur um gullfalleg og áhugaverð heimili í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Í bókinni sjáum við einnig klassíska, skandinavíska eðalhönnun eins og hún gerist best um leið og við fáum tækifæri til að kynnast ungum og líttþekktum hönnuðum í Skandinavíu, hönnuðum sem eru að marka sér sín fyrstu spor í hönnunarsöguna með fallegri og framúrstefnulegri hönnun sem gjarnan er byggð á arfleifð heimsþekktra skandinavískra hönnuða.
Heimilin og hönnunin sem við kynnumst í bókinni endurspegla ekki endilega þann stíl sem finna má á bloggsíðu Emmu heldur ýmislegt sem við myndum aldrei sjá Emmu endilega blogga um. Ég veit ekki með ykkur, en ég bíð allavega spennt eftir þessari. 

–Gerður

Myndir frá Emmu og Gestalten útgáfunni

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...