19 February 2013

hönnun: endurnýting og umhverfisverndÞað er gaman að fylgjast með því hversu margir hönnuðir eru farnir að huga að umhverfisvernd og endurnýtingu í vinnu sinni enda mikilvægt umhugsunarefni á dögum offramleiðslu á vörum út um allan heim. Það er bæði mikilvægt að huga að því hvernig varan er framleidd, úr hvaða hráefni og svo hvort hægt er að endurnýta eitthvað hráefni sem þegar er til. Og sem betur fer er almenningur líka farinn að taka við sér, m.a. með því að finna skemmtilegar leiðir til að endurnýta hluti á heimilum sínum. Hér eru dæmi um skemmtilega endurnýtingu á hlutum og vefnaðarvöru og flotta hönnun þar sem efniviðurinn er endurnýttur. 


–Elín Hrund


Endurnýting á gömlum peysum.


Sömuleiðis hér.


Gömul leðurbelti notuð í gólfefni, gamlar keðjur í ljósakrónur, 
gömul ljós mynda ljósakrónu og gamalt timbur er notað í ný húsgögn.
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...