26 February 2013

hönnun: eley kishomoto á hönnunarmars


Eins og margir vita þá er HönnunarMars á næsta leiti. Herlegheitin hefjast 14. mars með fyrirlestrardegi þar sem framúrskarandi hönnuðir og fagfólk veitir öðrum innblástur með innsýn sinni og reynslu. Mér til mikillar gleði þá eru hönnuðirnir á bak við Eley Kishimoto, hjónin Mark Eley og Wakako Kishimoto, í hópi fyrirlesara. Þau hafa starfað saman í rúmlega tvo áratugi og eru þekkt fyrir að vinna á jaðri hins hefðbundna tískuheims. Aðalsmerki þeirra eru litríkur fatnaður og fylgihlutir með alveg einstakri munsturhönnun. Þetta er því viðburður sem enginn sem áhuga hefur á tísku og hönnun má láta fram hjá sér fara.

–Elín HrundNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...