05 February 2013

hönnun: Charlotte Lancelot hannar fyrir Gan


Belgíski hönnuðurinn Charlotte Lancelot hannaði nýlega línu af teppum, púðum og pullum fyrir spænska fyrirtækið Gan.  Charlotte sótti innblástur í gamla krosssaumspúða við gerð línunnar. Hún sameinar þar gamla tækni og digitalmynstur í skemmtilegri útkomu. Litaglaðir þræðir mynda mynstrið í götóttu filtefni úr 100% ull. Úr fjarlægð getur mynstrið litið út fyrir að vera snjáð eins og gamall útsaumspúði. Charlotte fæddist í Brusssel árið 1980 og útskrifaðist úr vöruhönnun árið 2003 frá Escuela Nacional Superior de la Cambre. Hún hefur áður unnið með fyrirtækjum á borð við Ligne Roset, Koziol, Konstantin og Slawinki.

–Elín Hrund

 Myndir af Gan-rugs  og Contemporist


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...