12 February 2013

hönnun: bryndís bolladóttirNú er nýlokið hönnunarviku í Stokkhólmi. Meðal þáttakenda frá Íslandi var textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir. Bryndís hefur unnið mikið með íslensku ullina í vörum sínum og hefur m.a. verið í samstarfi við danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen með hluta af vörulínu sinni sem hún kallar Kúla.  Í Kúlu-línunni má finna snaga, hitaplatta, hurðastoppara og hljóðdempandi kúlur. Hér eru myndir bæði af Kúlu-línu Bryndísar ásamt öðrum vörum sem hún hefur unnið. Bryndís hefur nýlega opnað nýja heimasíðu sem er vel þess virði að skoða.

–Elín Hrund

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...