28 February 2013

góður staður: myndir

Gunnar Sverrisson

Ég stóð fyrir framan myndaveggin hérna heima í gær með myndum eftir Gunnar. Velti fyrir mér uppsetningu og þeim spurningum sem ég fæ mjög oft um það hvernig eigi að hengja upp myndir og lítil málverk. Ein mynd getur nefnilega valdið miklum vanda og erfitt að finna fyrir hana stað. Þá datt mér í hug að taka eina ljósmynd eftir Gunnar og setja inn á nokkrar myndir, í nokkur herbergi, og staðsetja hana á stöðum sem fólk má hafa í huga þegar kemur að því að festa upp myndir og önnur verk. Vona að þið hafið gaman af.
Það er alltaf auðvelt og kemur vel út að leyfa myndum að standa upp við vegg. 
Með tilliti til þess má sjá að það kemur vel út að festa myndir neðarlega upp, 
jafnvel 5 til 10 cm frá borðbrún. Þannig verða þær hluti af uppstillingum.


Hengið myndir frekar upp neðarlega en ofarlega. Gjarnan er miðað við að 
miðja meðalstórs verks sé í um það bil 165 cm hæð.


Þar sem ekkert stendur upp við vegg  og fallegur veggur er ber ofan í gólf, sbr. í svefnherbergi, 
getur komið fallega út að hengja myndir upp neðarlega, í dýnuhæð. 
1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...