19 February 2013

eldað og brasað fyrir næsta blað

Gunnar Sverrisson fyrir Home and Delicious

Um helgina vorum við í sveitinni okkar og þá er tíminn yfirleitt nýttur til að elda, baka og borða eitthvað gott. Oftar er ekki fer meirihluti tímans í slíkt bras og svoleiðis var það um liðna helgi nema við vorum að elda og mynda fyrir næsta tölublað af Home and Delicious sem er væntanlegt í byrjun mars. Eins og þið sjáið er eldhúsið okkar ekki mjög stórt en einhverra hluta vegna er alveg dásamlegt að elda þar og baka. Smá drasl eftir eldamennskuna að þessu sinni, enda vorum við í kappi við birtuna sem var að fjara út. Þið sjáið afraksturinn fljótlega. 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...