07 February 2013

að vera þar ... eða ekki


Á fimmtudögum set ég stundum inn þáttinn að vera þar – staður sem væri gaman að vera á og hafa það huggulegt og skemmtilegt um helgina. Hér sýni ég ykkur tvo staði sem ég skilgreini á þann hátt að það væri bæði gaman og svo kannski alls ekki gaman að dvelja þar. Þeir eru báðir alveg ótrúlega sérstakir og flottir en í fyrra tilfellinu er staðsetningin ansi stórbrotin og ekki fyrir lofthrædda. Í því seinna er erfitt að skilgreina hvort um hús sé að ræða eða hvað, en þar er rýmið nánast meira en lítið! 

Hús 1

Í Sviss, í afskekktu fjallaþorpi sem nánast var komið í eyði tók Ludovic Orts upp á því að gera upp hús og leigja til ferðamanna. Staður fyrir náttúruunnendur og þá sem vilja vernda náttúruna segir hann. 


Hús 2


Á Spáni – hús eða moldarköggull? Erfitt að segja til um en a.m.k. hálfgerður köggull sem búið er að grafa inn í og búa til eitthvað alveg ótrúlegt. Það er arkitektinn Anton Garcia Abril sem á Trufuna eins og húsið er kallað en hún fellur algjörlega inn í landið. Þetta er jafnvel frekar manngerður hellir með öllum nútíma þægindum þótt þau séu með smáu sniði.1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...