27 February 2013

10 herbergi – skemmtilegar hillur


10

Herbergi þar sem skemmtilegar hillur fá að njóta sín. Ég hef alltaf verið ótrúlega mikið fyrir hillur, dót í hillum, ófullkomleika við uppröðun í hillur. Ef ég sé myndir af hillum þá skoða ég þær. Hillur voru um tíma vanmetnar, þegar lítið átti að sjást, en það er algjörlega breytt. Nú reynir maður að hvetja fólk að setja þær upp og taka fram dót sem var geymt en ekki gleymt. Hillurnar á þessum myndum eru margar nokkuð öðruvísi og hægt að fá hugmyndir með því að skoða vel. 

 Þessi efsta er til dæmis sér á parti, alls ekki hilla í raun en borð verða að hillu þegar þeim er staflað upp - er það ekki?

Gráa að neðan er gerð úr ódýru timbri, fufufjölum eða krossviði, og smíðuð í hana þessi flotta og hráa þykkt. Svo máluð eftir umhverfinu. Góð hugmynd.


Hillur þurfa alls ekki að vera samhverfar. Um að gera, ef verið er að smíða, að setja saman hillu sem passar fyrir ákveðið dót og hólfin verða misstór.


Gömlu og góðu stálhillurnar ganga alls staðar. Þeir eru fáir staðirnir sem mínar hafa ekki ratað á!


Svo finnst mér þetta alltaf alveg frábært. Frekar lág hilla sett ofan á skenk, borð eða kommóðu. Úr verður flott mubla og eitthvað allt öðruvísi, frjálst og líflegt.


–Sjá fleiri myndir með því að ýta á lesa nánar hnappinn–
1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 / 9 / 10

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...