22 January 2013

tvær myndir og áhrif þeirra


Var að skoða myndir í innblástursmöppunni minni á Pinterest og stoppaði við þessar tvær. Hvers vegna? Þá efri vegna þess að hún er sú síðasta sem ég setti þar inn en líka vegna þess að mér finnst hún alveg ferlega flott. Litirnir í steypunni og á veggjunum, mynstrað gólfið, húsgögnin passa fullkomlega og úr verður ótrúleg mynd. Seinni myndin hefur sömu áhrif á mig. Þar er líka þessi hráleiki sem ég heillast svo gjarnan af í myndum. Hann myndast vel, blessaður! Veggurinn er skemmtilegur, takið eftir krananum og rörunum og svo kemur hvít platan á innréttinguna með fínni hlutum sem njóta sín þá svo fullkomlega. 


Myndir: 1 / 2No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...