23 January 2013

tíska: gleraugu til að sjá og sjást


Gleraugu eru ekki lengur eingöngu fyrir þig til að sjá með, þau eru líka til að aðrir sjái þig! Hluti af heildarútliti. Áberandi og stór gleraugu hafa verið mikið inn og ég er mjög sátt við það. Ég hreinlega dýrka svona gleraugnatísku. Þau setja svo mikinn svip og sé rétt farið að, þá lýsa þau vel þeim einstaklingi sem ber þau. Verst að ég væri alveg til í að eiga fleiri en ein og fleiri en tvenn. Gleraugu eru bara ekki alveg á nógu þægilegu verði til að svo sé. En myndirnar sem fylgja með þykja mér verulega flottar. Góð gleraugu, ólíkar týpur. Kannski eitthvað sem þú hefur verið að leita að? 


Samsett mynd: Gleraugu Madewell / stúlkur með gleraugu Madewell og J.Crew / 
aðrar myndir af Tumblr.com

Myndir: 1-4 Garance Doré á Pinterest, mynd 4 tekin af Garance Doré / The pursuit aestethic á Tumblr


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...