16 January 2013

tímalaus hönnun: sóleyjarstóllinn endurvakinnSóleyjarstóllinn eftir arkitektinn Valdimar Harðarson er tímalaus, íslensk klassísk þegar kemur að hönnun hér á landi. Stóllinn hefur verið settur í framleiðslu á nýjan leik af þýska fyrirtækinu Kusc+Co sem lýsir stólnum sem listaverki sem gleðji skilningarvitin. „Margir nota listaverk til að skreyta með en húsgögn eru ekki síður eftirsóknarverð listaverk sem prýða rými svo úr verður einstakur hlutur,” segir í kynningu frá fyrirtækinu. Stóllinn er skírður í höfuðið á dóttur Valdimars og er formi hans lýst sem sólinni sjálfri. Stóllinn er umhverfisvænn og unnin úr endurunnum og vistvænum efnum.  Sóleyjarstóllinn fæst í Pennanum. www.kusch.comPin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...