28 January 2013

te mánaðarins – janúar
Sir John datt inn um lúguna hjá mér í janúar. Ég var jafn spennt og áður að fá nýtt te að smakka frá Tefélaginu. Fyrir teunnendur þá verð ég að mæla með þessu fyrirkomulagi. Að fá te sent heim að dyrum sem þú myndir líklega aldrei smakka. Þetta opnar annan teheim og maður veltir tei fyrir sér á allt annan hátt. 
Sir John er hreint, svart te frá Tævan sem er reykt yfir furu. Það er blanda af gæða Lapsang Souchong laufum (einmitt, ekki komin svona langt í fræðunum að ég skilji þetta) og er af því líflegur reykjarkeimur og góð fylling. Hjá Tefélaginu segja þeir bragðið ákveðið og fremur þurrt og ég get staðfest það. Teið er mjög gott og skemmtilega ólíkt því sem ég hef smakkað áður. Algjör andstæða við jólateið sem kom í desember og það er áhugavert.Annars er svart te það te sem er mest unnið. Týnslan og þurrkunin fer fram með svipuðum hætti og þegar grænt te er unnið en við framleiðsluferlið bætast tvö skref. Annars vegar er teið gerjað með því að láta það liggja í 2-3 tíma í umhverfi þar sem hita og rakastigi er stjórnað og hins vegar er teið brennt á lokastigi framleiðsluferilsins. Þessi framleiðsluaðferð gefur teinu rauðleitan lit, sterkara bragð og mikla lykt. Til skamms tíma var nánast allt te sem drukkið var á Vesturlöndum svart te. Bresk tehefð byggist á sterku svörtu tei með mjólk og sykri.

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...