21 January 2013

mix á mánudegi – vikan og verkefninÞað var svo rétt hjá franska hönnuðinum Philippe Starck þegar hann sagði að um leið og maður legðist út af í rúmið sitt færi hugurinn á flug og hugmyndir tækju að mótast. Staðreyndin er að maður fer að hugsa um svo margt þegar maður er rétt kominn upp í; eitthvað sem maður gleymdi, þarf af muna, hugmynd kemur í kollinn, hvernig verður vikan... Í gærkvöldi velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að setja inn sem mánudagsmix þennan morguninn. Ég vil ekki hafa þessa föstu pósta of keimlíka og finnst gaman að leika með einhverjar nýjar leiðir. Ég áttaði mig líka á því að sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar (merkilegt!) og að vikan hefði byrjað sérlega vel. Við vorum boðin í kaffi til vina okkar og fengum svo líka óvænt boð í kvöldmat hjá öðrum vinum. Gat ekki verið betra. Þá spurði ég mig í framhaldinu; hvað ég vildi að vikan fæli í sér umfram þetta? Þuldi upp eitthvað í huganum og komst að því að það er eitthvað þessu líkt sem ég sýni ykkur á myndunum. Þetta er ósköp saklaust og ég verð bara þokkalega sátt ef ég merki X við þessi atriði í vikulok...svo má eitthvað óvænt og skemmtilegt bætast við. 


Það er staðreynd að blómin gera manni gott, fríska andrúmsloftið og skreyta í grámanum. 
Búnt af uppáhalds blómunum væri fallegt hérna heima. 

Pasta – ég ætla mér að elda mjög girnilega uppskrift af pastarétti sem ég síðan set inn 
á Home and Delicious ef mér finnst hann takast vel. 


Föt og hár – það er hrikalegt hvað ég get gleymt mér í að skoða slíkt á netinu en hef í dag þá dásamlegu afsökun að nú sé ég að leita að einhverju góðu til að setja inn á síðuna. Ætla að finna eitthvað flott til að sýna ykkur og vonandi eitthvað sem getur kveikt hugmyndir sem eru nothæfar fyrir ykkur. 


Svo er það alltaf metnaður að finna áhugavert og gott efni til að setja inn á Home and Delicious. 
Falleg innlit, góðan mat, skemmtilegar greinar og góða stemmningu ... 
og ég held að allt verði bara ágætt!Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...