07 January 2013

mánudagsmix – ljósaseríur upp á gamla mátann


Ætli þetta sé ekki sá dagur hjá mörgum sem þeir sjá fyrir sér að lífið komist í eðlilegt horf eftir jólin. Flestir búnir að taka niður skrautið og allt sem fylgir jólunum sem mér finnst alltaf smá synd. Fallegar seríur og ljós mega fá að loga lengur að mínu mati, a.m.k. á meðan er svona svakalega dimmt úti (ég ætla t.d. ekki að taka niður hvítu pappastjörnurnar strax því birtan af þeim er svo mjúk og góð). Vegna þessa ákvað ég að setja saman á þessum mánudagsmorgni myndir þar sem seríur eru ekki bara í jólahlutverki, heldur almennu lýsingahlutverki. Þessar seríur eru smá gamaldags, eða eins og þær voru nánast eingöngu til hérna áður fyrr sem útiseríur, með stórum perum og í stað þess að séu litaðar perur eru þær hvítar. Sem þýðir að þarna verður serían í raun að lampa! Mér finnst þetta virkilega skemmtileg hugmynd sem má nota allt árið um kring, færa til og frá og jafnvel skella út á pall í garðveisluna síðsumars. 


Myndir: 1 / 2 / 3 / 4-5 / 6

3 comments:

 1. I love these lights!!Great post!!Happy week!

  ReplyDelete
 2. Replies
  1. mér þykir líklegast að það sé í sérstökum rafvöruverslunum
   eins og glóey í reykjavík
   ég ætla einmitt að fara að tékka á því fyrir mig!!!

   Delete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...