24 January 2013

litur ársins 2013: emerald grænn


PANTONE velur lit ársins ár hvert. Liturinn 2013 er Emerald 17-1463. Sannarlega grænn eins og við þekkjum hann, djúpur og fallegur, ákveðinn, klassískur. Litur samhljóms, fágunar og eðalsteina, nýs lífs, velsældar og náttúru. Augað greinir fleiri litatóna af grænum en nokkrum öðrum lit og tákn þessa græna emeralds á vel við þann flókna heim sem við lifum í segja þeir hjá PANTONE. Áhrif litavals eins og um er að ræða nær víða; hvort sem er í innanhússhönnun, fatahönnun eða snyrtivörum, eins og sjá má á myndunum. Meltið þetta og athugið hvort emerald grænn henti ykkur ekki líka! No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...