02 January 2013

litið yfir árið 2012 – ísland

Þá hittumst við á nýju ári – árinu 2013. Annar dagur ársins og ég vona að þið hafið haft það gaman og gott þessa daga. Ég tók upp á því áðan að skoða það aðeins hvaða póstar hefðu fengið meiri athygli en aðrir frá því í apríl er við byrjuðum að blogga. Fyrir utan það þegar við gefum út ný tölublöð af Home and Delicious þá komu þessir sterkir inn. Það sem er hins vegar athyglisvert er að allt annað efni er ofarlega á enska blogginu og við skulum líta yfir það á morgun. 


Súkkulaðikakan góða er eitt af mest lesna efninu. Þá skrifuðum við:

Sú daglega athöfn okkar að borða tengir fólk saman. Eldhúsið er samastaður fólks. Rými þar sem daglegar athafnir fara fram. Að ákveða hvað skuli vera í matinn, kaupa inn, undirbúa og elda, setjast síðan niður og loksins borða er athöfn sem við notum til að lifa en í raun má segja að við lifum til að borðaHér má lesa meira og sjá uppskriftina.



Umfjöllun um heimilið:

Síðustu ár hefur viðhorf til heimilisins breyst. Heimilið er forréttindi frekar en sjálfsagður hlutur, þar sem fólk vill eyða meiri tíma. Fólk er í auknum mæli farið að hugsa um heimilið út frá þörfum sínum og sérkennum. Yfirbragð heimilisins skiptir áfram miklu máli, en á þeim forsendum að persónulegur stíll endurspegli þá sem búa á heimilinu, hvernig þeim líður við daglegar athafnir. Hér má lesa meira.



Hugmyndir í gott matarboð:

Nú er að hefjast sá tími að fólk kemur meira saman og nýtur þess að eiga ljúfa stund yfir mat og við huggulegheit. Hlutirnir þurfa ekki að vera formlegir við slík tækifæri, samveran eins og sér er nóg en góður matur spillir aldrei fyrir. Það er staðreynd. Hér eru hugmyndir að einföldum mat í gott boð. Uppskriftir að réttum sem fara saman sem góð máltíð. Auðvelt að gera, gott að njóta. Lesa meira og sjá uppskriftir.

Fylltur kjúklingur með kotasælu, mascarpone og basilíku
Salat með steiktum perum og gráðaosti
Smjörkaka með balsamberjum og rjóma



Vor í sveitinni:

Það vorar seinna í Vestur Húnavatnssýslu en annars staðar á landinu. En á móti kemur að það haustar seinna. Einnig er þar minnst úrkoma yfir árið en í dag hefur rignt fyrir gróðurinn. Í morgun rigndi beint niður en þegar leið á daginn varð úr sterk sunnanátt. Nokkuð hlýtt og góður göngutúr staðreynd. Lesa meira.



Heillandi og áhugavert heimili:

Sá staður sem ég væri til í að vera á þessa stundina – hefði ekkert á móti því að skoða þetta heimili aðeins betur og langar líka hinum megin á hnöttinn. Þyrfti samt að eyða meira en einni helgi á þeim stað held ég. En annars er þetta heimili konu að nafni Deb Kavaliunas í Queenscliff í Ástralíu. Sjá fleiri myndir.




No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...