03 January 2013

litið yfir árið 2012 – enska útgáfan


Nú er kominn þriðji dagur nýs árs og tími á að skoða hvaða efni féll í vinsælasta flokkinn á enska blogginu okkar. Það er ótrúlegt hversu ólíkt það er frá því íslenska, en gaman!Pallíettur og prjál:

Ég er ekki mikið fyrir glamúr og glys þegar ég klæði mig upp en viðurkenni að ég hef alltaf verið smá hrifin af pallíettum í ákveðnum tilfellum. Þá sérstaklega þegar þær eru klæddar svolítið niður; pallíetturnar fá að standa sem aðalatriðið en það sem notað er við er aukaatriði og haft mjög einfalt. Lesa meira og sjá myndir.Herbergi með tjöldum:

10 herbergi þar sem tjöld eru notuð til að skipta rými. Ég fer seint ofan af þeirri skoðun minni að tjöld séu vannýtt fyrirbrigði hér á landi þegar kemur að skiptingu rýmis. Ekki einungis að þau hólfi niður stórt og opið rými, búi til minni einingar, heldur auka þau umgjörð textíls og bæta hljóðvist. Lesa meira og sjá myndir.Uppröðun á húsgögnum og Minotti:

Mér finnst ótrúlega gaman að velta fyrir mér skipulagi og uppröðun á húsgögnum! Það er spennandi að geta raðað upp hjá sér í herbergi á óvenjulegan hátt, nota húsgögnin öðruvísi og sjá útkomuna og hve áhugaverð umgjörð skapast. Lesa meira og sjá myndir.Köflótt stemmning:

Köflótt er það mynstur sem alltaf stenst tímans tönn. Það er mismikið „inn" hjá sumum en er samt alltaf til staðar. Sannkölluð klassík sem á auðvelt með að taka á sig nútímalegan blæ. Litasamsetningar endalausar, form mynstursins sömuleiðis. Lágstemmt eða áberandi. Þessu má öllu ná fram með því köflótta. Lesa meira og sjá myndir sem og hér.


Vinningsheimili í Noregi:

Norska tímaritið Bolig Pluss stendur fyrir árlegri samkeppni um fallegasta heimilið þar í landi. Ekki er langt síðan úrslit voru kunngjörð og var það heimili í Lilleström sem sigraði. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg með það á hreinu hvernig keppnin fer fram, en ég hef grun um að fólk sendi sjálft inn myndir af heimilum sínum til að byrja með, úr þeim hópi er valið og þau heimili sem komast áfram í keppninni eru mynduð aftur. Lesa meira og sjá myndir

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...