29 January 2013

hönnun: nýtt frá umemi Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir  er hönnuðurinn á bak við vörumerkið Umemi. Hún hefur nýlega sent frá  sér bráðfallega kertastjaka sem nefnast Hearth tea light series og hægt er að raða saman á marga mismunandi vegu. Ragnheiður hefur getið sér gott orð fyrir púðana Notknot sem hafa verið vinsælir bæði á heimilum sem og hótelum og veitingastöðum. Fyrir púðalínuna fékk hún m.a. hönnunarverðlaun Grapevine á hönnunarmars í fyrra. Ragnheiður útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2005 frá LHÍ og með MA í vöruhönnun frá Cranbrook Academy of arts árið 2008. Hún hefur hannað fjölmarga skemmtilega hluti og ég læt fylgja með myndir af nokkrum þeirra. Meira á vefsíðu Umemi sem og á Facebook síðu Umemi. Hér getið þið séð myndband um kertastjakana. 

–Elín Hrund

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...