15 January 2013

hönnun: ljós úr steypu og sílikoni


Elín Hrund Þorgeirsdóttir hefur lengi starfað við blaðamennsku og lauk nýlega 
meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun. Hún hefur unnið við veftímarit 
Home and Delicious og mun nú skrifa vikulega pistla inn á vefsíðuna okkar. 

– – – 

Renate Vos er skemmtilegur hollenskur hönnuður sem vakið hefur athygli að undanförnu fyrir sérstaka ljósahönnun. Þessi ljós eru unnin úr steypu og sílikoni sem virðist bráðna saman á samskeytunum. Ljósin eru merkilega hlýleg og gefa frá sér notalega birtu þegar kveikt er á þeim miðað við hversu kaldur efniviðurinn er. Renate er með heimasíðuna www.renatevos.nl þar sem  hægt er að skoða vörurnar hennar frekar. Ég læt fljóta hér með nokkrar myndir af öðrum skemmtilegum vörum sem hún hefur hannað. 

–Elín Hrund
Myndir af heimasíðu Renate Vos

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...