22 January 2013

heimsókn – parís


Ég gat ekki ákveðið hvaða heimsókn ég ætti að setja inn í morgun og er þess vegna svona sein með póstinn. Mig hefur langað til að birta þetta heimili um nokkurn tíma, fór samt að leita að einhverju öðru og endaði að sjálfsögðu á þessu. Þetta öðruvísi og einstaka heimili er í París og hefur áður birst í Elle Decoration. Myndirnar eru þó ekki þær sömu því þetta eru skot sem ekki voru birt, sem mér finnst alltaf mjög skemmtilegt. Of mörgum fallegum myndum þarf nefnilega að sleppa í blöðunum vegna plássleysis. En þarna býr frönsk kona ásamt fjölskyldu sinni, hún Laurence Simoncini sem er eigandi þekktrar verslunar í borginni. Húsið og heimilið er sannarlega ekki hefðbundið. Um er að ræða gamla verksmiðju sem var gerð að því sem hún er. Efnisval, litir og pláss, húsgögn, aukahlutir og listaverk – allt er vandlega valið og fellur í ekki í flokkinn venjulegt. Myndirnar krefjast þess að þær séu skoðaðar nokkuð vel til að átta sig á fallegum smáatriðum og samsetningum. Þið getið séð fleiri myndir með því að ýta á lesa meira hnappinn neðst á síðunni. Myndirnar eru teknar af Mads Mogensen. 

–Sjá fleiri myndir, ýtið á lesa meira hnappinn–


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...