08 January 2013

heimsókn – ítalía


Fyrsta heimsókn ársins er til Ítalíu. Ég veit því miður ekki hvar á Ítalíu þessar myndir eru teknar en það er ítalski ljósmyndarinn Tommaso Sartori sem tekur þær. Ég verð að játa mig hrifna af þessu heimili. Það er málað í dökku sem vekur sterk viðbrögð hjá mér, en svo eru húsgögnin falleg og stílhrein sem og allir aukahlutir. Þetta er frekar einfalt og minimal, sem fellir mig ekki alltaf kylliflata, en aftur játa ég að mér finnst farið vel með það hér. Nútímaleg umgjörð í hönnun spilar með eldri þáttum í íbúðarinnar og úr verður hæfileg og góð blanda af áhugaverðu umhverfi.1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...