27 January 2013

brot frá bakstri helgarinnar...kökur í bleiku og grænu. Þetta var einlæg ósk Kaju fyrir þessa helgi að baka prinsessubollakökur úr Stóru Disney köku- og brauðbókinni sem heita Bleikar múffur Andrésínu. Við drifum okkur í það og ég verð að segja eins og er að þær eru mjög góðar og allir aðrir en Kaja hafa gúffað þeim í sig. Þar sem ég var komin með matarlitina á loft við baksturinn og búin að nota þann rauða langaði mig óskaplega að nota þann græna og skella í Grænu kökuna úr Undralandi upp úr Stóru Disney matreiðslubókinni. Hana hef ég gert áður og hún er líka mjög góð, elska möndlukökur. Þetta er hvítur botn, verður grænn ef þið viljið, en uppskriftin er bara góð og þægileg og kakan mjúk og bragðgóð. Ég get mælt með þessum tveimur uppskriftum. Smá ævintýramennska í gangi!

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...