17 January 2013

að vera þar...


Væri ég til í að koma þarna inn og skoða aðeins betur?
Staldra aðeins við í þessu dásemdar umhverfi bæði inni og úti? 

Svarið er einfalt JÁ. Mörg ykkar hafa séð myndir af þessu gamla og uppgerða býli á Ítalíu. Endurbætur á því voru hannaðar af einni af minni uppáhalds, Paolu Navone, og hafa myndir birst í tímaritum og á netinu. EN – þessar myndir hér hef ég ekki séð áður. Þær sýna verkið á allt annan hátt og sjónarhorn sem varpa ljósi á umhverfið og þessa frábæru hönnun og skipulag sem er á húsinu. Fyrir utan umgjörðina inni sem hægt væri að hafa um mörg orð. Þetta er alveg staðurinn sem hefði jákvæð áhrif á mann nú um stundir og á Ítalíu væri auðvelt sé að elda, borða, slaka á og gleyma sér. Úff...Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...