09 January 2013

10 stofur – með ákveðin sérkenni


10
 Stofur sem allar hafa sterk sérkenni sem gera þær aðeins öðruvísi. 
Frábærar hugmyndir fyrir þá sem langar í smá breytingar 
og eru til í að prófa eitthvað nýtt. 
Kíkið á myndirnar. 

1. Flísalagður stofuveggur, sannarlega annað en við 
eigum að venjast og kemur fallega út.

2. Mörgum mottum raðað saman á stofugólfið svo úr verður eitthvað einstakt og 
öðruvísi. Um að gera að prófa og leika sér með motturnar eins og bútasaum. 


3. Tvö eins sófaborð höfð saman, hægt að raða þeim á nokkra vegu 
og um að gera að færa þau til reglulega og breyta og bæta. 


4. Vandað og glæsilegt hringlaga borð í stofu, nýtist sem vinnuborð þegar það 
hentar, bókastafla síðar og svo eitthvað allt annað.


5. Ákveðinn litur á stofuvegg eða veggi sem ekki er algengt að sjá. 
Máluð breið lína við gólf sem einnig er öðruvísi og skemmtilegt. 
Miklu meira hægt að gera með málningu en verið er að gera!


6. Uppröðun í stofu – tveir eins standlampar 
sitt hvorum megin við stólana. Góð hugmynd. 


7. Farið aðra leið með arinstæði og útlit þess. Takið eftir hæðinni 
sem og hráu og einföldu timbrinu sem klætt er með. 


8. Óhefðbundin leið við að búa til skenk og góðar hirslur. 
Fjórir skápar úr Ikea og málið leyst.


9. Einfaldleikanum stillt upp í einstöku umhverfi. 
Umgjörðin láta njóta sín á kostnað flókinna samsetninga í húsgögnum.


10. Létt, frjálslegt yfirbragð – þrír sófar af sömu gerð mynda kósý eyju í stofu. 
Setið lágt og góð dýnustemmning. Svona hugmynd má útfæra sjálfur á ýmsa vegu.


Myndir: 1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 / 9 / 10

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...