16 January 2013

10 gangar – nytsamlegar hugmyndir


10

Gangar geta verið svæði á heimilinu sem erfitt er að henda reiður á, hvernig eigi að innrétta og skreyta. Þeir verða oft útundan og afskiptir þrátt fyrir mikinn umgang, gjarnan inn á bað- og í svefnherbergi. Þröngir gangar eru erfiðari viðfangs en þeir sem gefa okkur meira pláss til umráða en ég hef tekið saman tíu myndir af göngum sem gefa góðar hugmyndir um hvernig megi gefa þeim meira vægi og leifa þeim að vera eðlilegur hluti af umgjörð heimilisins. 

1. Myndaveggir eru sennilega einfaldasta og besta leiðin til að skreyta ganga og þá vegna þess að breiddin þarf ekki að vera mikil á ganginum til að koma þeim fyrir! 
Hönnun Rut Káradóttir. 

2. Hér þarf ekki að negla, bara líma upp góðar minningar. Ótrúlega auðvelt að breyta og bæta.


3. Mynd úr Home and Delicious. Látið sjást í gegnum stigann til að auka birtu og flæði. 
Skrautmálað gólf setur sterkan svip. Vannýtt hugmynd á gömul timburgólf.


4. Fallega útfærð hugmynd með að mála gang og gefa honum öðruvísi útlit. 
Þökk sé því að loftið er líka málað í veggitnum.


5. Önnur hugmynd þar sem málning er notuð til að gera eitthvað skemmtilegt. 
Renningur málaður í svörtu sem þá er notaður sem skreytiflötur. 


6. Hér er það aðeins límband sem þarf til verksins. 


7. Líflegur gangur sem rúmar myndavegg og húsgögn. Góð notkun á loftljósum 
sem setja svip og takið eftir vegglampanum sem er sniðinn í þetta rými. 


8. Það þarf ekki meira en lítið tekkborð og að sjálfsögðu lampa. 
Lýsing á göngum, önnur en úr lofti, er mjög mikilvæg upp á stemmninguna. 


9. Einfalt og stílhreint. Góð lausn að vegghengja skenk sem þennan, 
léttir á gólfinu á annars þröngum fleti. 


10. Myndarenna býr yfir flæði því á henni má alltaf færa til og breyta uppstillingum. 
Mjög góð lausn á ganga. Þægileg fyrir litla einstaklinga sem hafa gaman af 
því að sjá listaverkin sín uppi á heimilinu. Auðvelt að skella þeim þarna. 


Myndir: 1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 / 9 / 10
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...