23 January 2013

10 forstofur – allir velkomnir


10

Forstofur eru yfirleitt of litlar. Það er ósköp einfalt og ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna í ósköpunum, í nýjum húsum, sé ekki lögð áhersla á að hafa stærri og rúmbetri forstofur. Forstofan þarf að bera ógrynnin öll af dóti og flíkum sem eru fyrirferðarmiklar. Svo ekki sé talað um skó og bara allt annað sem til fellur; skólatöskur, bolta, dót, töskur. Allt eru þetta hlutir sem væri dásamlegt að koma auðveldlega fyrir ásamt því að hafa forstofuna fallega. En í mörgum og ef ekki flestum tilfellum er forstofan hálfgerður fataskápur og það er ekki skemmtileg ásýnd. Forstofan er það herbergi í húsinu sem gefur okkur og öðrum sem til okkar koma fyrstu sýn á heimilið okkar. Hún á að endurspegla það sem gerist þegar innar kemur og taka vel á móti fólki. Skoðum tíu ólíkar forstofur sem eru vel heppnaðar og þar sem má auðveldlega finna skemmtilega hluti til að gera heima. 


1. Nokkuð hefðbundið form á forstofu. Bekkur undir dót og til að tilla sér á. Hillan að ofan er frá Ikea, hilluberar og hilla, og snögunum er bætt við. Góð hugmynd. Sem og hin klassíska Ikea trappa, 
hún má vera alls staðar. 

2. Öðruvísi og reynt að poppa forstofuna skemmtilega upp. Auður veggur nýttur til skrauts 
en snagar fá að fljóta með. 


3. Þetta þekkja margir sem búa á efri hæðum í gömlum húsum. Ekkert pláss. Hér gert 
huggulegt á kostnað þess að geyma þar of mikið dót. 


4. Nánast engin forstofa en inngangurinn gerður fallegur með stóru og ákveðnu ljósi og 
áhersla lögð á gólfefnið sem skreytir. 


5. Hér er aðeins meira pláss og leikið með húsgögn og liti. 


–Fimm forstofur í viðbót ef þið ýtið á lesa meira hnappinn–


6. Snagar um allt. Þægilegt og ekki spillir bekkurinn. 


7. Vel gerðir skápar í forstofu og góð litasamsetning. 


8. Stór málverk geta komið vel út í forstofu og fá óskipta athygli um leið og gengið er inn.


9. Útihurð í lit setur svip inni líka. 


10. Það sem þarf í forstofu er allt til staðar á þessari mynd en verið leitað eftir að fara 
aðeins aðrar leiðir í að velja dótið. 


Myndir: 1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 / 9 / 10

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...