30 January 2013

10 baðherbergi – einfaldar hugmyndir


10

Baðherbergi sem luma á góðum hugmyndum. Bæði hugmyndir fyrir þá sem standa í framkvæmdum sem og þá sem vilja bara gera eitthvað sniðugt. 

1. Óhefðbundin baðmotta og standlampi – ekki alveg það sem maður sér vanalega. Flott.
2. Ljósmyndir inni á baði, kemur inn með skemmtilegan fídus. 


3. Myndir á málverk inn á bað. Ekki spurning. Ég þreytist aldrei á að koma með þá hugmynd.


4. Hálft í hvoru – mála í tveimur litum og sömuleiðis má gera það ef helmingurinn er flísalagður. Nota allt annan lit á móti. Hér er líka skemmtilega farið með lýsingu og uppstillingar á veggjum. 


5. Einn veggur á baði flísalagður á allt annan hátt og með allt öðruvísi flísum.


–Sjá fleiri myndir með því að ýta á lesa nánar hnappinn–


6. Ólík hráefni notuð saman en flútta vel. 


7. Röndótt motta á bað, brýtur upp.


8. Flott lýsing, prófum allt annað en telst hefðbundin baðlýsing.


9. Skemmtileg leið fyrir innréttingu. Er þetta ekki bara eldhúseyja úr IKEA? 


10. Fyrir þá sem vilja fara varlega í hlutina – mála einn vegg í góðum lit. Blátt er fallegt inn á bað.


Nokkrar aukamyndir sem gaman er að skoða með; lýsing / geggjaðar flísar / ljósmyndir / 
kommóða / standlampi / innrétting


Myndir: 1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 / 9 / 10 / 11a / 11b / 11c / 11d / 11e / 11f
  


1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...