13 December 2012

te mánaðarins og jólin


Ég elska te. Að fá mér te á morgnana, á kvöldin. Þetta hefur ágerst með árunum og mér finnst ótrúlega gaman að smakka ný te. Ég hef lengi ætlað mér að gera póst um te en geymdi það aðeins þegar ég komst í samband við Tefélagið og ákvað að taka dæmið aðeins lengra. Tefélagið er skemmtilegt félag sem byggir á því að áhugafólk um te skráir sig í félagið og fær fyrir fasta greiðslu á mánuði sendan tepakka í pósti mánaðarlega sem og ýmsan fróðleik um te. Ég var ótrúlega spennt að prófa þetta og þegar ég fékk litla, spennandi og vel lyktandi pappaöskju inn um lúguna í vikunni gat ég ekki beðið með að opna hana. Og þar var það – te mánaðarins!

Fyrsta teið sem ég smakka er Jólateið 2012. Það er grænt Sencha te frá Japan blandað appelsínu, engifer, kardimommum, kanil, kókos og möndlum. Það er kryddað með sætukeim, ákveðnum ilmi og yndislegum hátíðarblæ. Bragðið er milt en í fullkomnu jafnvægi. Ágengur ilmur en hógvært og ljúffengt bragð. Alveg frábært.Talið er að teplantan og teneysla sé upprunin í Kína – nánar tiltekið í Yunnan héraðinu og nágrenni þess. Elstu heimildir um tedrykkju benda til að það hafi verið notað í Kína löng fyrir okkar tímatal. Te barst um heiminn eftir nokkrum leiðum – með búddismanum til Kóreu og Japan, yfir sléttur Evrasíu til Rússlands, vestur til arabaheimsins og Miðjarðahafsins og með skipum til siglingaþjóða Evrópu á 17. öld. Á hverjum stað urðu til sérstakar venjur og hefðir sem tengjast tedrykkju.

Þeir sem vilja kaupa sér te mánaðarins geta gert það á Facebook-síðu Tefélagsins en einnig er í undirbúningi vefverslun þar sem auðvelt verður að kaupa te, sbr. hin ýmsu te mánaðarins hingað til, og fá þau send í pósti.

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...