28 December 2012

milli jóla og nýárs


Þá lifnar bloggið aftur við eftir nokkurra daga hvíld. Í raun varð hvíldin aðeins lengri en hún átti að vera í upphafi, því þegar við fjölskyldan komum heim í gær eftir jólaferð til Akureyrar þá lá netið niðri. Allt hugsanlegt var reynt en ekkert virkaði, en nú fyrir stundu small þetta í gang. Þurfti til viðgerð úti í götu! Það er með ólíkindum hvað maður er háður því að hafa netið í lagi...kannski ekki því við gefum út nettímarit og bloggum fyrir áhugasama. 
En nú langar mig að minna ykkur á þessar fallegu myndir heima hjá henni Ingu Bryndísi en þær birtum við í jólablaðinu okkar. Njótum þeirra meðan við erum í jólaskapi og tilbúin að horfa á aðeins jólalegri myndir en venjulega. Inga Bryndís er mikið fyrir að búa til sitt eigið jólaskraut og leggur á sig heilmikla vinnu við það. Á hverju ári gerir hún eitthvað nýtt og það má með sanni segja að heimilið hennar sé aldrei eins í desember ár frá ári. Mörgum þætti hún fara óvenjulegar leiðir við skreytingar heima við, en þeir sem þekkja hana finnst verk hennar endurspegla hana sjálfa.


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...