28 December 2012

akureyri – reykjavík


Það var alveg dásamleg birta í gær þegar við keyrðum á milli Akureyar og Reykjavíkur. Skafrenningur á Öxnadalsheiðinni og í Vatnsskarðinu en annars alveg yndislegt út að horfa. Ég tók nokkrar myndir á símann minn meðan birtan leyfði, út um bílrúðu á ferð nota bene, en samt sem áður sýna þær hversu stórbrotin náttúran getur verið. Báðar leiðirnar var alveg frábært að vera farþegi í bíl og njóta þess að horfa út. Þessi ótrúlega bláa birta er bara á norðurslóðum! 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...