30 December 2012

maturinn á gamlárskvöldHjá okkur er það hægelduð svínasíða. Réttur sem við elduðum fyrir annað tölublað af Home and Delicious og er algjörlega ótrúlegur. Hægeldaður matur er heillandi á marga vegu. Hann bragðast á einstakan hátt og eldamennskan er afslappandi og gefandi. Svínasíðan er borin fram með rjómalöguðum cannelini-baunum og soðinu sem myndast við eldamennskuna. Þetta er matur sem skaust upp í eitt af efstu sætunum í uppáhaldsréttum fjölskyldunnar þegar hann var gerður fyrst, frábær jólamatur og hann er einstakur í afganga (þess vegna ákváðum við að hafa hann). 

Það sem margir kannast við sem elda mat, er að þegar komið er að matartíma er lystin kannski ekki upp á það besta hjá kokknum! Það gerist mun síður þegar tími er tekinn í eldamennskuna á þennan hátt og hentar vel á gamlársdeginum. Þess vegna njóta allir matarins mun rólegri, vitandi af ást og einlægni þess sem eldaði og lagði allt í matinn. Þið verðið ekki svikin af þessum rétti og getið nálgast uppskriftina hér og flettið upp á blaðsíðu 162.

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...