14 December 2012

heima yfir hátíðarnar – hugmyndir að heimagalla


Eins og það er gaman að velta fyrir sér flottum fötum og setja saman dress fyrir boðið, þá ætti ekki að gleyma því sem mér finnst í raun aðalatriðið – að setja saman heimagalladressið! Ég verð að viðurkenna að ég eyði ansi mikið fleiri stundum í slíkum fötum en nokkru sinni í einhverju öðru. Ég vinn heima og er nánast alltaf heima, og fer þess vegna ekki mikið í eitthvað fínna en það. Þess vegna hef ég byggt upp hjá mér áhuga á að setja slík þægileg föt saman á þann hátt að ég sé nú svona sæmilega sátt við sjálfan mig á daginn. Ég geymi myndir í tölvunni af slíkum samsetningum og hef safnað töluvert af þeim sem ég er einmitt að sýna ykkur hér. 
Þegar kemur að jólunum þá er alltaf talað um spari þetta og hitt. Fyrir mig þá finnst mér mun skemmtilegra að setja saman flott dress til að vera í heima, ég veit að mér líður vel í en finnst ég samt þokkalega fín. Hér set ég saman myndir af nokkrum slíkum dressum sem mér finnst flott. Það er svo margt hægt að gera án þess að falla í náttfata- og jogginggallagryfjuna. Eins og náttfötin eru kósý þá er maður kannski ekki í þeim allan daginn en þá getur kannski eitthvað í líkingu við þessi föt tekið við. Það er endalaust hægt að horfa á þessar myndir og velta fyrir sér hvað maður á og getur sett saman til að eitthvað þessu líkt komi út. 101 hugmynd! 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...